Ecco Golf Biom G2

29.995 kr.
Um vöruna
Stærð
36
37
38
39
40
41
42
EG-10152358255
Lýsing
Fyrir fyrsta flokks árangur er hér að finna í blöndu af framúrskarandi tækni frá þróttaheiminum sem býður upp á einstakan stöðugleika og þægindi frá fyrsta höggi að loka púttinu. Sameinað með klassískri skandinavískri hönnun. Búnir HYDROMAX® vatnsvörn sem hrindir frá raka og svita og heldur fætinum þurrum. Framleiddir  úr hinu sterka en jafnframt létta jakuxaleðri með Champ SLIM LOK & ZARMA göddum fyrir fullkominn stöðugleika í sveiflunni. 

Ecco golfskórnir hafa þá sérstöðu að öll framleiðslan er í höndum Ecco allt frá hugviti til framleiðslu hvort sem það er framleiðsla á leðri, sólum eða samsetningu og allt gert af mikilli ástríðu.

Nokkur atriði um golfskóna:

Allt leður er framleitt af Ecco í sérstökum Ecco leðurverskmiðjum

Hægt er að fjarlæga alla innsóla sem gerðir eru úr Polyurethane. Þeir eru afar mjúkir og endingagóðir.

Allir sólar eru steyptir á yfirborð leðursins sem þýðir að það er útilokað að sólinn losni af og það sem meira er að vatn kemst ekki á milli sólans og yfirborðsins.

Allir golfskór eru annað hvort með Gore-tex eða Hydromax

Gore-tex er filma sem sett er á milli leðurs og fóðurs sem gerir skóna 100% vatnshelda en hleypir samt út raka  og þannig haldast fæturnir þurrir.

Hydromax   er vatnvörn þar sem leðrið er sérstaklega meðhöndlað og soðið fyrir þar sem saumar eru.  

Styrktur hælkappi heldur vel við fótinn og passað er upp á að gott rými sé fyrir tærnar svo hægt sé að hreyfa þær og þær fái rétt blóðflæði.