Allar færslur
fimmtudagur, 31. október 2019

föstudagur, 18. október 2019

Um Ecco

Til að byrja með, ef þú þekkir ekki til Ecco, þá eru nokkur atriði frá bakgrunni Ecco sem einkenna þennan framúrskarandi framleiðanda.

  • Ecco var stofnað 1963 og það er því að nálgast 60 árin.

  • Ecco hefur alla tíð verið í eigu einnar fjölskyldu í stað þess að fara á markað. Það þýðir að það hefur aldrei verið pressa um arðsemi hluthafa og því hafa þeir aldrei sett nýjungar af stað í framleiðslu nema þær séu að fullu tilbúnar, frekar nota þeir tíma og fjármagn í gæði.
  • Ecco eiga fimm verksmiðjur í fimm löndum, einnig eiga þeir sína eigin leðurverksmiðjur en í þeim framleiða þeir einnig leður fyrir önnur háklassa vörumerki eins og Louis Vuitton, Lloyds, Michael Kors og allt leður fyrir Apple.

 

Útivistarskórnir

Einn af lykilþáttunum í framleiðslu á Ecco útivistarskóm er sá að sólanum er sprautað á yfirborð skóna sem hefur þá þýðingu að ekkert lím eða saum þarf til að festa sólann. Efnið sem þeir nota er PU sem er bæði mjög létt og sveigjanlegt.

leather

Annar þáttur er leðrið. Ecco notar YAK leður sem er 3x sterkara en venjulegt leður. YAK leður er af jakuxum en heimkynni þeirra eru á harðbýlum og víðfeðmum hásléttum Himalajafjalla þar sem frost fer niður í -40°C. Einkenni YAK leðursins er að það er bæði mjúkt viðkomu og hreyfanlegt.

 

Allir sólar frá Ecco eru þannig hannaðir að gripið sé sem allra mest bæði við aðstæður utanvega, á blautum steinum, í hálku og á sléttlendi. Þeir eru margprófaðir við allar aðstæður áður.

 

Útivistarskórnir frá Ecco eru því hannaðir fyrir alla með mismunandi þarfir og fyrir mismunandi notkun en ekki eingöngu fyrir fjallgöngur eða utanvegargöngu. Þeir eru einnig fyrir innanbæjarsnatt og flottir á fæti.