Allar færslur
föstudagur, 24. janúar 2020

Toppskórinn er ein af verslunum S4S og er outlet-verslun staðsett í Grafarholtinu og á Smáratorgi. Það er heldur betur hægt að gera góð kaup Toppskónum þar sem það er alltaf hægt að fá að minnsta kosti 40% afslátt af öllum skóm.  Skórnir koma frá verslunum S4S Kaupfélaginu, Kox, Steinari Waage, Ecco, Skechers, Air og Ellingsen, þannig að öll bestu skómerkin eru á betra verði en gengur og gerist. Það er tilvalið að kaupa jólagjafirnar í Toppskónum en það er alltaf hægt að skipta ef skórnir passa ekki og er sérstakur jólaskiptimiði á kössunum sem keyptir eru fyrir jól, en venjulega er 14 daga endurgreiðslufrestur og hægt að fá fulla endurgreiðslu sé skilað innan þess tíma. 


Toppskórinn er oft með mjög nýlega skó og auk þess að vera með frábært úrval af vönduðum gæðaskóm frá öllum bestu og flottustu merkjunum í dag t.d. Nike, Vagabond, Lloyd og Ecco. Öll fjölskyldan ætti að geta fundið skó við sitt hæfi í Toppskónum þar sem það eru skór fyrir ungabörn eða fyrir ömmu og afa það er til allt þar á milli golfskór, kuldaskór og spariskór.


Í Toppskónum er lagt upp úr að veita góða þjónustu enda er starfsfólkið vel þjálfað en það kann vel á skóna og merkin og þekkir gæði og einnig er lagt mikið upp úr því að hafa létt og skemmtilega stemmningu í búðunum.
Í Toppskónum fást ekki eingöngu skór heldu er mikið úrval af aukahlutum eins og sokkum, innlegg, hreinsivörur og ýmislegt fleira en þessar vörur eru ekki á föstum afslætti ens og skórnir. Reglulega er svo hægt að mæta í svokölluð skópartý og þá er boðið upp á 50-80% afslátt af skóm.
Þeir sem vilja vandaða skó á góðu verði ættu að líta við í Toppskónum.

Ljósmynd: Anna Christina Rosenberg rekstrarstjóri og Vaka, starfsmaður í Toppskónum. /fréttablaðið/?SIGTRYGGUR ARI 

mánudagur, 25. nóvember 2019

fimmtudagur, 31. október 2019

föstudagur, 18. október 2019

Um Ecco

Til að byrja með, ef þú þekkir ekki til Ecco, þá eru nokkur atriði frá bakgrunni Ecco sem einkenna þennan framúrskarandi framleiðanda.

  • Ecco var stofnað 1963 og það er því að nálgast 60 árin.

  • Ecco hefur alla tíð verið í eigu einnar fjölskyldu í stað þess að fara á markað. Það þýðir að það hefur aldrei verið pressa um arðsemi hluthafa og því hafa þeir aldrei sett nýjungar af stað í framleiðslu nema þær séu að fullu tilbúnar, frekar nota þeir tíma og fjármagn í gæði.
  • Ecco eiga fimm verksmiðjur í fimm löndum, einnig eiga þeir sína eigin leðurverksmiðjur en í þeim framleiða þeir einnig leður fyrir önnur háklassa vörumerki eins og Louis Vuitton, Lloyds, Michael Kors og allt leður fyrir Apple.

 

Útivistarskórnir

Einn af lykilþáttunum í framleiðslu á Ecco útivistarskóm er sá að sólanum er sprautað á yfirborð skóna sem hefur þá þýðingu að ekkert lím eða saum þarf til að festa sólann. Efnið sem þeir nota er PU sem er bæði mjög létt og sveigjanlegt.

leather

Annar þáttur er leðrið. Ecco notar YAK leður sem er 3x sterkara en venjulegt leður. YAK leður er af jakuxum en heimkynni þeirra eru á harðbýlum og víðfeðmum hásléttum Himalajafjalla þar sem frost fer niður í -40°C. Einkenni YAK leðursins er að það er bæði mjúkt viðkomu og hreyfanlegt.

 

Allir sólar frá Ecco eru þannig hannaðir að gripið sé sem allra mest bæði við aðstæður utanvega, á blautum steinum, í hálku og á sléttlendi. Þeir eru margprófaðir við allar aðstæður áður.

 

Útivistarskórnir frá Ecco eru því hannaðir fyrir alla með mismunandi þarfir og fyrir mismunandi notkun en ekki eingöngu fyrir fjallgöngur eða utanvegargöngu. Þeir eru einnig fyrir innanbæjarsnatt og flottir á fæti.